Vísindaskóli unga fólksins 2015

  • Dags.: 03.07.2015

Vísindaskóli unga fólksins fór fram dagana 22.-26. júní. Þetta var í fyrsta sinn sem Háskólinn á Akureyri starfrækir Vísindaskóla unga fólksins og voru nemendur og kennarar sammála að skólinn hefði heppnast einstaklega vel og væri kominn til að vera. Að þessu sinni stunduðu yfir 90 nemendur á aldrinum 11-13 ára vikunám sem skiptist niður á fimm ólík þemu sem tengjast hefðbundnu námi háskólans. Áhuginn leyndi sér ekki hjá nemendum sem hikuðu ekki við að spyrja og skapa skemmtileg umræðu kennurunum til mikillar gleði.

Tengd myndbönd

  • Útskrift úr vísindaskóla Unga fólksins
  • 03.07.2015