Vísindaskólinn

Vísindaskólinn er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús ungmenni á aldrinum 11-13 ára (fædd árin 2004, 2005, 2006). Markmið Vísindaskólans er að bjóða aldurshópnum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar  fá ungmennin að kynnast fimm þemum, einu þema á hverjum degi, sem endurspegla  fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri. 

Lesa meira

Vertu með

Skólinn verður nú haldinn í þriðja sinn vikuna 19.- 23. júní 2017. Nú eru ný þemu og nýjar áherslur. Eftirfarandi þemu verða kennd: Það er bara ein jörð- Umhverfislögga; Gleðisprengja í hljóði og mynd; Það er leikur að læra forritun; Tilraunaeldhúsið- Hvað er matur? Við erum ekki öll eins!

Fullbókað er nú í Vísindaskóla unga fólksins. Ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur á biðlista, vinsamlegast sendið þá tölvupóst á visindaskoli@unak.is 

Dagskrá

Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 19.-23. júní. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa. Allir hóparnir fara í gegnum fimm þemu, eitt þema á dag. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Vésteinsdóttir, verkefnisstjóri Vísindaskólans; visindaskoli@unak.is eða í síma 4608904.

Lesa meira