Vísindaskólinn
Vísindaskóli unga fólksins er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús ungmenni á aldrinum 11-13 ára (fædd árin 2006, 2007, 2008). Markmið Vísindaskólans er að bjóða aldurshópnum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast fimm þemum, einu þema á hverjum degi, sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.
Vertu með
Skólinn verður nú haldinn í fjórða sinn vikuna 24.- 28. júní 2019. Nú eru ný þemu og nýjar áherslur. Eftirfarandi þemu verða kennd: Besta útgáfan af þér, fiskur á disk, fjármálavit- hvað kostar að vera unglingur? Kynslóðabrúin og smáforrit og forritun.
Dagskrá
Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 24.-28. júní 2019. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa. Allir hóparnir fara í gegnum fimm þemu, eitt þema á dag. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Vésteinsdóttir, verkefnisstjóri Vísindaskólans; visindaskoli@unak.is eða í síma 4608904.