Fréttir

Norðurorka styrkir Vísindaskóla unga fólksins 

Norðurorka hefur verið mikilvægur stuðningsaðili við Vísindaskóla unga fólksins allt frá stofnun hans árið 2015. Eitt af þemum vísindaskólans á hverju ári tengjast orku og orkunýtingu á einhvern hátt. Að þessu sinni verður lögð áhersla á flug og hvernig flugvélar verða knúnar áfram í framtíðinni. Vísindaskólinn hefst mánudaginn 20.júní og er ætlaður börnum 11-13 ára.  

Norðurorka og Vísindaskóli unga fólksins hafa undirritað samning til þriggja ára og var skrifað undir samning í húsakynnum Norðurorku á Rángárvöllum. Á myndinni eru Helgi Jóhannesson framkvæmdastjóri Norðurorku og Anna Soffía Víkingsdóttir verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins.  


Vísindaskólinn í 6 ár

Fjölmenning, rekstur bæjarfélags, orkunýting, lífeðlisfræði og landbúnaður voru þemu Vísindaskóla unga fólksins 2020 sem útskrifaði nemendur sína á afmælisdegi forseta Íslands þann 26. júní. Þetta er í sjötta skipti sem Vísindaskólinn er haldinn í tengslum við Háskólann á Akureyri. Börn á aldrinum 11-13 ára geta tekið þátt í Vísindaskólanum. Flestir þátttakendur koma af Eyjafjarðarsvæðinu en hann er hins vegar opinn börnum óháð búsetu. „Reynslan hefur sýnt að mörg börn koma 3 ár í röð eða eins oft og þau geta enda lögð áhersla á að hafa ný þemu á hverju ári“ segir Sigrún Stefánsdóttir sem hefur verið skólastjóri Vísindaskólans frá upphafi. Gert er ráð fyrir því að skólinn verði á sama tíma á næsta ári, síðustu vikuna í júní. Á undanförnum árum hafa fjölmargir aðilar styrkt skólann á ýmsan hátt en þessi stuðningur gerir framkvæmdina mögulega.

Yfirskrift á þemunum fimm er eftirfarandi:

  • Góður bær, betri bær
  • Er hjartað bara líffæri?
  • Hvernig ferðumst við án olíu?
  • Sameiginleg framtíð okkar allra
  • Afi minn og amma mín út á Bakka búa

Allar frekari upplýsingar veita Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri í síma s. 861-4499 og Dana Rán Jónsdóttir verkefnastjóri í síma 460-8906.

 

_______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Skráning í Vísindaskólann í fullum gangi - Fjölmenningarsamfélagið skoðað

Skráning í Vísindaskóla unga fólksins gengur mjög vel. Alls um 80 ungmenni á aldrinum 11-13 ára geta sótt skólann á hverju ári. Dagskráin er breytileg frá ári til árs sem gerir það mögulegt fyrir börn að koma þrjú ár í röð og tileinka sér nýjan fróðleik.

Akureyri er fjölbreytt samfélag en í bænum býr fólk frá yfir 50 löndum. Í fyrsta sinn í sögu Vísindaskólans verður farið ofan í kjölinn á þessu samfélagi. Annars vegar kynnast nemendur því hvernig bærinn er rekinn og hvernig fjármagni er skipt niður og hvað getur gert góðan bæ enn betri. Hins vegar verður fjölmenningarsamfélagið skoðað.

Sveinbjörg Smáradóttir og Anna Karen Úlfarsdóttir halda utan um verkefnið Sameiginleg framtíð okkar allra. “Við ætlum að skoða fjölbreytileika mannslífsins á Akureyri, hvaðan íbúar Akureyrar koma og kynnumst tungumálum þeirra og menningu lítilega. Við fáum að heyra sögur fólks af erlendum uppruna þar sem það segir frá sér og reynslu sinni og upplifun af því að koma til Íslands. Að lokum veltum við okkar eigin menningu fyrir okkur og spurningum á borð við: Hver er ég? Hver er mín menning og hvað gerir mig að þeirri manneskju sem ég er?“ Þær stöllur eru fullar tilhlökkunnar yfir að vinna með unga fólkinu í bænum og kynnast betur hinum fjölbreytta menningarheimi sem Akureyri er.

Af öðrum þemum sem eru í boði að þessu sinni er orkunýting, lífeðlisfræði og landbúnaður. Skólinn er rekinn með stuðningi frá bæjaryfirvöldum, fyrirtækjum og félögum í bænum. Þátttökugjald er 24.000 kr. en hægt er að nota tómstundastyrk bæjarins við greiðslu á gjaldinu.

_______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Leikur að kóðum, smáforrit og róbótaforritun!

Í þemanu kynntust krakkarnir ýmsum möguleikum varðandi forritun smáforrita (app). Megin viðfangsefnið fólst í að forrita nokkrar æfingar, hanna sitt eigið smáforrit frá grunni og forrita hugmyndina þannig að hægt væri að nota appið. Krakkarnir forrituðu í Thunkable sem er forrit til smáforritagerðar. Hægt er að nálgast upplýsingar um forritið o.fl. hér.

Það væri gagnlegt fyrir krakkana að hafa aðgang að þessum upplýsingum að loknum Vísindaskólanum og geta æft sig heima að forrita. Kannski getur þú sett þessar upplýsingar á vef Vísindaskólans?

Einnig er hægt að skanna kóðan hér fyrir neðan til að komast inn á kynninguna.

 ______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Vísindaskóli í fimmta sinn

Vísindaskóli unga fólksins hefst á mánudaginn 24. júní og er þetta í fimmta skiptið skólinn starfar innan veggja Háskólans á Akureyri. Alls um 90 börn eru skráð í skólann og hópur barna er á biðlista eftir þátttöku. Nemendur eru á aldrinum 11-13 ára og koma alls staðar að af landinu.

„Að venju erum við ný þemu fyrir unga fólkið og við sem erum að undirbúa skólann erum alveg j

afn spennt og nemendurnir. Öll fimm árin hefur verið uppselt í skólann og mörg dæmi um að sömu krakkarnir komi oftar en einu sinni“, segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskóla unga fólksins.

Meðal þess sem unga vísindafólkið mun fást við í næstu viku eru verkefni sem bera yfirskriftirnar: Kynslóðabrúin, Besta útgáfan af þér,  Fagur fiskur í sjó , Leikur að kóðum, smáforrit og róbótaforritun, og loks Fjármálavit, hvað kostar að vera unglingur. Vísindaskólanum lýkur með formlegri útskrift föstudaginn 28. júní, þar sem fjölskyldur nemenda eru boðnar velkomnir.

Háskólinn á Akureyri lítur á þetta starf sem mikilvæga samfélagsþjónustu og lið í því að kynna ungu fólki það háskólanám sem er í boði innan veggja skólans. Vísindaskólinn hefur á undanförnum árum fengið mikilvægan stuðning frá fjölda aðila í bæjarfélaginu, sem gerir það mögulegt að starfrækja þessa vísindaviku.

_______________________________________________________________________________________________________________________________

 

Vísindaskóli unga fólksins og Akureyrarbær undirrita samning til þriggja ára 

Vísindaskólanum frá upphafi. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Sigrún Stefánsdóttir skólastjóri Vísindaskólans skrifuðu undir samninginn.  Stuðningur sem þessi er skólanum afar mikilvægur og rennir enn styrkari stoðum undir rekstur hans, segir Sigrún Stefánsdóttir.

Akureyrarbær  og Vísindaskóli unga fólksins hafa nú undirritað 3 ára samning um fjárstuðning að upphæð 500.000 k. en Akureyrarbær hefur stutt við bakið á 

Skólinn verður nú starfræktur í fimmta sinn í sumar, vikuna 24.- 28.júní 2019. Námsframboðið verður fjölbreytt að vanda en eftirfarandi fimm námskeið verða kennd í skólanum í sumar: Besta útgáfan af þér, Fiskur á disk, Fjármalavit, Kynslóðabrúin, Smáforrit og forritun.

Fjöldinn allur af kennurum og samstarfsaðilum koma að skólanum en Vísindaskóli unga fólksins er gott dæmi um samfélagsverkefni þar sem háskólinn, stofnanir, fyrirtæki og félög vinna vel saman og skapa grundvöll fyrir því að hægt sé að starfrækja skólann, segir Sigrún Vésteinsdóttir framkvæmastjóri Vísindaskólans.

Skóinn mun opna fyrir skráningar í byrjun apríl en síðustu ár hefur skólinn verið full setinn.

_____________________________________________________________________________________________________________________________

 

Vísindaskóli unga fólksins hlýtur styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóð KEA 2018

Vísindaskóli unga fólksins hlaut styrk úr flokkum menningar- og samfélagsverkefni en þetta er í annað sinn á fimm árum sem skólinn hlýtur styrk frá KEA og nú að upphæð 300.000 þúsund kr. Vísindaskólinn sem er í umsýslu RHA – Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri er samfélagslegt verkefni og hafa mörg fyrirtæki og félög stutt dyggilega við bakið á Vísindaskólanum frá upphafi og hefur KEA verið eitt þeirra.

Styrkúthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi 1. desember síðastliðinn. Þetta var í 85. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Alls bárust um 140 umsóknir til sjóðsins en úthlutað var rúmlega 15,6 milljónum króna til 64 aðila. 

Veittir voru styrkir úr þremur flokkum: Menningar- og samfélagsverkefni, Rannsókna- og menntastyrkir og Íþrótta- og æskulýðsstyrkir. 

 


 

Vísindaskólinn í vexti                                                                                                                                                                                                              

Vísindaskóli unga fólksins verður starfræktur í fjórða skipti dagana 18-22. júní 2018. Ný og fersk dagskrá verður í boði, en skólinn er ætlaður aldurshópnum 11-13 ára.

Fjölmargir styrktaraðilar gera starfsemi skólans mögulega en nýlega skrifaði Norðurorka undir samning til þriggja ára um fjárstuðning til Vísindaskóla unga fólksins að upphæð 750.000 kr. á ári.  Helgi Jóhannesson forstjóri Norðurorku skrifaði undir samninginn ásamt þeim Sigrúnu Stefánsdóttur og Sigrúnu Vésteinsdóttur en þær hafa haldið utan um starfsemi skólans frá upphafi.

Landsbankinn veitti Vísindaskólanum einnig styrk á dögunum að upphæð 500 þúsund krónur úr Samfélagssjóði sínum. Bankastjóri útibús Landsbankans á Akureyri, Arnar Páll Guðmundsson, afhenti nöfnunum Sigrúnu Stefánsdóttur og Sigrúnu Vésteinsdóttur, viðurkenningarskjal Samfélagssjóðsins að því tilefni.                                                                                                              

Þess skal getið að Norðurorka hefur frá upphafi komið á einhvern hátt að starfsemi skólans, bæði með fjárstuðningi en líka með virkri þátttöku í kennslunni.   Fleiri hafa stutt skólann m.a Akureyrarbær, KEA, Góðvinir Háskólans á Akureyri, Raftákn og ýmsir klúbbar á svæðinu.

Stuðningur samfélagsins er forsenda þess að hægt sé að starfrækja skólann og segir Sigrún Stefánsdóttir, skólastjóri Vísindaskólans, það vera afar mikilvægt að fá fasta bakhjalla fyrir starfsemina til þess að tryggja hana í sessi til framtíðar. „Reynsla undanfarandi þriggja ára hefur sýnt okkur að augu þátttakenda í Vísindaskólanum opnast fyrir gildi menntunar og þau kynnast háskólastarfi í heimabyggð. Það er líka sérstakt gleðiefni fyrir okkur að drengir sækja skólann ekki síður en stúlkur og vonandi verður það þeim hvatning seinna meir til þess að fara í háskólanám“, segir Sigrún.