Dagskrá

Hér má finna nánari upplýsingar um þemun fimm sem verða kennd í júní 2017

Það er bara ein jörð - Orka og umhverfi
Hvernig er hægt að fara betur með jörðina? Hversu mikla orku notar heimilið? Get ég orðið umhverfislögga? Hvað er molta, lífdísill og metan? Vistorkuþemað svarar þessum spurningum og fleirum.    

Gleðisprengja í hljóð og mynd
Sköpunargáfan og gleðin við völd.  Búin verða til hljóðfæri, tekin upp tónlist og gert myndband.  Hvernig verða lögin til sem við hlustum á? Geta allir smíðað sér hljóðfæri og spilað á það? Já, svarið er einfalt.

Það er leikur að læra forritun
Hvað er forritun? Geta krakkar lært að forrita? Hvernig notum við forritun í leik og starfi? Nemendur fá að forrita og búa til vélmenni sem þarf að leysa ýmsar þrautir. 

Tilraunaeldhúsið – Hvað er matur?
Í tilraunaeldhúsinu er skoðað úr hverju og hvernig matur verður til. Leitum að ætilegum jurtum og lærum hvernig hægt er að nota þær til matargerðar. Hvernig á að umgangast og geyma matvæli og innihaldslýsingar á matvöru skoðaðar. 

Við erum ekki öll eins
Hvernig stuðlar starfsfólk í heilbrigðisgeiranum að því að allir geti tekið þátt í daglega lífinu þrátt fyrir  andleg og líkamleg vandamál. Nemendur læra að átta sig á ólíkum möguleikum og aðstöðu fólks í lífinu. 

Dagskráin í heild

( Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar )