Dagskrá

Hér má finna nánari upplýsingar um þemun fimm sem verða kennd í júní 2021. Ítarlegri dagskrá má sjá hér.
Upplýsingabréf til foreldra má finna hér

Af hverju kom gos á Reykjanesi?
Ísland er ungt land með jarðskjálftum, eldgosum og heitum reit. Nemendur fræðast um hvernig land verður til. Hvað eru flekaskil og hvað er svona merkilegt við stuðlaberg? Er grjót bara grjót? Dettur landið í tvo parta í framtíðinni?

Lengi lifi Ísland
Ísland hefur verið lýðveldi síðan árið 1944. Hvað er lýðræði og er skemmtilegt að vera forseti? Hvað gerir fólkið í Alþingishúsinu? Af hverju er fáninn okkar hvítur, rauður og blár og af hverju skiptir máli að við pössum tungumálið okkar? Stjórnarskrá, hvað gagn gerir hún?

Að lifa af í náttúrunni: björgunarsveitarstörf, býflugur og blóm
Kunna krakkar í dag að bjarga sér úti í náttúrunni? Get ég kveikt eld ef ég á ekki eldspýtur? Hvernig bjargar maður sér í vondu veðri? Eru kóngulær hættulegar? Lifa báðir helmingarnir ef ánamaðkur er skorinn í tvennt? Má borða blóm?

Sem betur fer erum við ekki öll eins
Hvernig er að vera með ADHD eða túrett? Hvern eigum við að spyrja um hvernig það er að vera greindur? Er vont að vera með eitt brjóst eða stóma? Passar fótbolti fyrir alla? Ef ekki - hvað er þá í boði?    

Er orkan endalaus?
Er til endalaus orka og hvaðan kemur hún? Hvernig er orkunni dreift? Hvað eru gagnaver? Hvað verður um matinn sem við klárum ekki? Hvernig mælum við matar-, orku- og fatasóun?