Skipulag Vísindaskólans

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm þemu, eitt á hverjum degi. Nemendum  verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll þemun. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum þemun áður en skólinn hefst.

Þemu vísindaskólans 2021 eru:

  • Af hverju kom gos á Reykjanesi?
  • Lengi lifi Ísland
  • Að lifa af í náttúrunni: björgunarsveitarstörf, býflugur og blóm
  • Sem betur fer erum við ekki öll eins
  • Er orkan endalaus?

Matseðill skólans er eftirfarandi:

  • Mánudagur (21. júní): Gordon bleu með kryddkartöflum og sveppasósu
  • Þriðjudagur (22. júní): Mjólkurgrautur og slátur
  • Miðvikudagur (23. júní): Lasagne og kartöflubátar
  • Fimmtudagur (24. júní): Fiskibollur með kartöflum, hrísgrjónum og karrýsósu
  • Föstudagur (25. júní): Pizzuveisla