Skipulag Vísindaskólans

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm þemu, eitt á hverjum degi. Nemendum  verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll þemun. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum þemun áður en skólinn hefst.

Þemu vísindaskólans 2018 eru:

  • Með lögum skal land byggja
  • Lífríkið í bænum
  • Skapandi hugsun
  • Vísindi heima í eldhúsi og úti á götu
  • Fab Lab Smiðja 

 


Umhverfismál
Við viljum vekja athygli nemenda Vísindaskólans á því að allt rusl er flokkað innan Háskólans og eru sérmerktar ruslafötur víða um skólan og eru nemendur skólans beðnir um að skoða vel merkingar á ruslafötum áður en sorpi er fleygt.