Skipulag Vísindaskólans

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm þemu, eitt á hverjum degi. Nemendum  verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll þemun. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum þemun áður en skólinn hefst.

Þemu vísindaskólans 2017 eru:

  • Það er bara ein jörð - Umhverfislögga
  • Gleðisprengja í hljóð og mynd
  • Það er leikur að læra forritun
  • Tilraunaeldhúsið - Hvað er matur?
  • Við erum ekki öll eins 

Hádegismatur
Boðið er upp á hádegisverð alla dagana og borða nemendur í matsal skólans.

Matseðilinn

Mánudagur
Lasagne með hvítlauksbrauði og fersku salati

Þriðjudagur
Kjúklingaleggir með frönskum og kokteilsósu

Miðvikudagur
Ofnbakaður fiskur með hvítlaukssósu, kartöflum og salati

Fimmtudagur
Lambabógur  með  kartöflum, sveppum, lauk og  piparsósu

Föstudagur
Nautaburritos með salsa, sýrðum rjóma , nachos og fersku salati


Umhverfismál
Við viljum vekja athygli nemenda Vísindaskólans á því að allt rusl er flokkað innan Háskólans og eru sérmerktar ruslafötur víða um skólan og eru nemendur skólans beðnir um að skoða vel merkingar á ruslafötum áður en sorpi er fleygt.