Um Vísindaskólann

Markmið Vísindaskólans er að bjóða ungmennum fædd 2011-2013 (11-13 ára) upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm námskeið, eitt á hverjum degi. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll námskeiðin. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum námskeiðin áður en skólinn hefst.

Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 24. - 28. júní 2024.

Fimm ný og spennandi námskeið í boði:

Forritun og gervigreind
Hvernig virkar gervigreind og hvernig verður hún notuð í framtíðinni? Geta allir forritað? Farið yfir grunnþætti forritunar.

Svefn, næring og æfing
Hvernig vinnur heilinn og hvað gerist þegar við sofum? Af hverju þurfum við að borða og hreyfa okkur? Hvað er hollt, hvað er óhollt og af hverju?

Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af hverju verða jarðskjálftar og hvað veldur þeim? Hvar verða stærstu jarðskjálftarnir í heiminum? Þarf eldgos að koma upp úr eldfjalli? Steinaratleikur.

Fiskur undir steini
Af hverju er fiskur hollur? Er hægt að nýta ugga, roð og bein? Hvað er annað í sjónum en fiskur? Söfnunarleiðangur í fjöru. Plast skoðað í smásjá.

Glitrandi stjörnur, veður og vindar
Eru veðrin núna verri en í gamla daga? Hvað er að gerast úti í geimnum og hvað getum við séð? Komdu með í ferðalag út fyrir endimörk alheimsins.

Nánari upplýsingar veitir Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans; dana@unak.is eða í síma 460-8906. Skólastjóri Vísindaskólans er Sigrún Stefánsdóttir og er hægt að ná á henni í síma 861-4499.
____________________________