Upplýsingar um skráningu

Þeir sem eru á aldrinum 11-13 ára geta skráð sig í Vísindaskólann en miðað er við að þau séu fædd árin 2006, 2007 og 2008. Ef einhverjir eru mjög áhugasamir og vilja taka þátt en rúmast ekki innan þessa aldursflokks, þá endilega sendið inn fyrirspurn á netfangið; visindaskoli@unak.is

Námskeiðsgjald og greiðsla
Skráningargjald í Vísindaskóla unga fólksins er 22.500 kr. Allar skráningar fara í gegnum Nóra greiðsluskerfið og er hægt að nýta tómstundaávísun Akureyrarbæjar við greiðslu skólagjalda. Þeir sem ekki eru skráðir forráðamenn barna á þessum aldri og/eða búsettir á Akureyri þurfa að hafa samband  í tölvupósti eða hringja í síma 4608904 til að fá aðstoð við að skrá inn í kerfið.  Boðið verður upp á að greiða með greiðslukortum eða að fá sendan greiðsluseðill í heimabanka. Veittur er 10% systkinaafsláttur.  Námskeiðsgjöld eru ekki endurgreidd eftir 10. júní.