Markmið Vísindaskólans er að bjóða ungmennum fædd 2013-2015 (11-13 ára) upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.
Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm námskeið, eitt á hverjum degi. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll námskeiðin. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum námskeiðin áður en skólinn hefst.
Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 22. - 26. júní 2026.
Námskeið Vísindaskólans 2026 eru eftirfarandi:
Góður bær, betri bær
Hvernig virkar bæjarfélag og hver mokar snjóinn? Hver ræður kennarann minn?
Hvernig verður góður bær betri? Hvað er frístundastyrkur? Af hverju er frítt í strætó?
Kvikt og lifandi land
Hvað er í gangi undir yfirborði jarðar? Hvað er náttúruvá? Af hverju verður sólin svört? Hvers vegna þurfum við sólmyrkvagleraugu?
Þegar þröskuldur verður hindrun
Sumir ferðast um í hjólastól, aðrir sjá ekki. Hvernig er lífið fyrir krakka sem eru í hjólastól? Hvernig er að sjá aldrei vini sína? Hvað er jafnrétti? Hvað má og hvað má ekki gera á samfélagsmiðlum?
Ungmenni á norðurslóðum og réttindi barna
Hvaða eyja er stærst í heimi og hverjir búa þar? Nota krakkar á Grænlandi TikTok? Hvað eru norðurslóðir og hvernig lítur heimurinn út ofan frá? Barnasáttmálinn og réttindi barna.
Getum við og plönturnar lifað á loftinu?
Hvernig ræktum við grænmeti? Er hægt að rækta sætar kartöflur á Íslandi? Þurfum við mold til ræktunar? Endurvinnsla og nægjusemi.
Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
__________________________________________________________
Nánari upplýsingar veitir Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans; dana@unak.is eða í síma 460-8906.
Skólastjóri Vísindaskólans er Sigrún Stefánsdóttir; sigruns@unak.is eða í síma 861-4499.
____________________________