Um Vísindaskólann

Markmið Vísindaskólans er að bjóða ungmennum fædd 2010-2012 (11-13 ára) upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm námskeið, eitt á hverjum degi. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll námskeiðin. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum námskeiðin áður en skólinn hefst.

Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 12. - 16. júní 2023.
Dagskrá skólans má sjá hér.
Upplýsingabréf má sjá hér.

Í ár verða fimm ný námskeið kennd: 

Laganna verðir og gæludýr
Hvernig vinna lögguhundar? Kynnumst fjórfættum laganna vörðum og hinum ýmusustu gæludýrum og fáum smjörþefinn af dýralækningum. Svo ætlum við líka að hreyfa okkur helling!

Vatnið er verðmæti
Er heita vatnið endalaust? Er kúkur í lauginni? Er klósettið ruslafata? Nánar um orku- og frárennslikerfi bæjarins.

Áhrifavaldarnir í lífi okkar
Hverju á ég að treysta á netinu? Netöryggi, umferðareglur og upplýsingamiðlun í netsamfélagi.

Tónar og leikur
Hvað gerist baksviðs? Hvað gerist á sviðinu? Sköpun í tónum og hljóðum og listin að leika. Við getum öll leikið!

Að eiga hvergi heima
Af hverju verða stríð? Hvernig leysast þau? Hverjar eru afleiðingar stríðs? Hvernig ætli það sé að komast aldrei aftur í sitt eigið rúm?

Nánari upplýsingar veitir Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans; dana@unak.is eða í síma 460-8906. Skólastjóri Vísindaskólans er Sigrún Stefánsdóttir og er hægt að ná á henni í síma 861-4499.
____________________________

Matseðill 12. - 16. júní 
Mánudagur: Fiskibollur, kryddkartöflur og sósa
Þriðjudagur: Lasagne og hvítlauksbrauð
Miðvikudagur: Grjónagrautur og slátur
Fimmtudagur: Kjúklingur og franskar
Föstudagur: Pizzur