Um okkur

 

Sigrún Stefánsdóttir og Dana Rán Jónsdóttir

Vísindaskóli unga fólksins tók fyrst á móti nemendum sumarið 2015. Skólinn er fyrir 11-13 ára gömul börn og stendur yfir í eina viku í júní þar sem kennd eru 5 ólík námskeið með það að markmiði að gefa ungmennum innsýn í starfsemi og rannsóknir ólíkra fræðigreina innan HA. Frá upphafi hefur kennslan verið byggð á virkri þátttöku nemenda og lögð er áhersla á að fá hæfasta fólkið sem völ er á til að miðla sinni þekkingu. Skólinn er í góðri samvinnu við fyrirtæki á svæðinu og auk þess að kynnast vísindastarfi háskólans, hafa nemendur fengið innsýn í starfsemi þeirra. 

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri sér um rekstur og skipulag Vísindaskólans þar sem að Dana, sérfræðingur hjá RHA, heldur utan um verkefnið ásamt Sigrúnu Stefánsdóttur, fjölmiðlafræðingi, stundakennara við háskólann, fyrrverandi forseta hug- og félagsvísindasviðs og upphafsmanneskju Vísindaskólans.

Dana Rán Jónsdóttir; dana@unak.is eða í síma 460-8906.
Sigrún Stefánsdóttir; sigruns@unak.is eða í síma 861-4499.