Norðurorka styrkir Vísindaskóla unga fólksins

Norðurorka hefur verið mikilvægur stuðningsaðili við Vísindaskóla unga fólksins allt frá stofnun hans árið 2015. Eitt af þemum vísindaskólans á hverju ári tengjast orku og orkunýtingu á einhvern hátt. Að þessu sinni verður lögð áhersla á flug og hvernig flugvélar verða knúnar áfram í framtíðinni. Vísindaskólinn hefst mánudaginn 20.júní og er ætlaður börnum 11-13 ára.

Norðurorka og Vísindaskóli unga fólksins hafa undirritað samning til þriggja ára og var skrifað undir samning í húsakynnum Norðurorku á Rángárvöllum. Á myndinni eru Helgi Jóhannesson framkvæmdastjóri Norðurorku og Anna Soffía Víkingsdóttir verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins.