Vísindaskóli unga fólksins hlýtur styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóð KEA

Vísindaskóli unga fólksins við Háskólann á Akureyri hlaut styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA. Vísindaskólinn hlaut styrk í flokknum Menningar- og samfélagsverkefni en skólinn hefur nokkrum sinnum áður hlotið styrk frá KEA og nú að upphæð 200 þúsund kr. Vísindaskólinn sem er í umsýslu RHA – Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri er samfélagslegt verkefni og hafa mörg fyrirtæki og félög stutt dyggilega við bakið á Vísindaskólanum frá upphafi og hefur KEA verið eitt þeirra.

Styrkúthlutunin fór fram við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi 1. desember síðastliðinn. Þetta var í 89. skipti sem KEA veitir styrki úr sjóðnum. Alls var úthlutað 20,3 milljónum króna til 50 aðila.

Veittir voru styrkir til þriggja flokka: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.