Um Vísindaskólann

Markmið Vísindaskólans er að bjóða aldurshópnum 11-13 ára upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu. Þar fá ungmennin að kynnast þemum sem endurspegla fjölbreytt námsframboð Háskólans á Akureyri.

Skipulag Vísindaskólans er þannig að kennd verða fimm þemu, eitt á hverjum degi. Nemendum verður skipt upp í fimm hópa og fer hver hópur í gegnum öll þemun. Nemendur fá sendar til sín upplýsingar um það í hvaða hópi þeir eru og í hvaða röð þeir fara í gegnum þemun áður en skólinn hefst.

Vísindaskólinn stendur frá kl. 9:00 – 15:00, dagana 12. - 16. júní 2023.

Í ár verða fimm ný námskeið kennd:

Mikilvægi vatnsins
Hvaðan kemur heita vatnið? Er heita vatnið endalaust? Orku- og frárennslikerfi bæjarins skoðað. Er klósettið ruslafata?

Gæludýr
Hvað gerir dýralæknir? Hvað þurfa dýrin? Eiga allir gæludýr? Íþróttir og hreyfing

Tölvuöryggi
Tölvuöryggi, umferðarreglur í netsamfélaginu, upplýsingamiðlun, hverju á ég að treysta á netinu?

Sköpun
Sköpun í tónum, sköpun í hljóðum, hvernig verða hljóðfæri til, listin að leika, baksvið og framsvið

Stríð
Af hverju verða stríð? hvernig leysast stríð? afleiðingar stríðs, að komast aldrei aftur í sitt eigið rúm.

 

Nánari upplýsingar veitir Anna Soffía Víkingsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskólans; annasoffia@unak.is eða í síma 460-8907. Skólastjóri Vísindaskólans er Sigrún Stefánsdóttir og er hægt að ná á henni í síma 861-4499.